Við seljum miða!

Okkar markmið er að gera
miðasöluna þína auðveldari,
skemmtilegri og afkastameiri

SagaPOS er eins og stendur í takmarkaðri kynningarútgáfu.

VEFSÖLUKERFI

Seldu miðana þína á netinu og hafðu fullkomna stjórn á vöruframboði og góða yfirsýn yfir sölu.

AFGREIÐSLUKERFI

Afgreiðslukerfi sem sett er upp hvar sem viðburðurinn þinn er haldinn til að halda utan um sölu á staðnum.

HANDTÖLVULAUSNIR

Allir miðar eru strikamerktir og hægt er að skanna þá inn með handtölvum frá SagaPOS til staðfestingar.

SAMEINAÐ KERFI

SagaPOS býður uppá heildstæða miðasölulausn fyrir allar tegundir viðburða. Kerfið er tengt í miðlægan grunn þar sem öllum upplýsinum er safnað saman í pott svo að mismunandi hlutar kerfisins geti talað saman og boðið upp á góða yfirsýn fyrir söluaðila.

Afgreiðslukerfi, vefsölukerfi og handtölvurnar frá SagaPOS tala saman og veita sérstöku stjórnborði upplýsingar um stöðu mála.

SÆTA OG SALASTJÓRN

Í gegnum salastjórnunarviðmótið í stjórnborði SagaPOS er hægt að stofna sýningarhús og sali að eigin vild. Vilji söluaðili selja í einstök sæti er það mögulegt með því að teikna salinn upp í viðmótinu. Hægt er að stofna eins mörg sýningarhús og sali og hver og einn vill.

Þegar salur hefur verið teiknaður upp og sýning stofnuð í honum er tekið afrit af salnum og þessu afriti hægt að breyta að vild án þess að hafa áhrif á grunnsniðmátið. Með því móti er því hægt að aðlaga sal að hverri sýningu fyrir sig með því t.d. að fjarlægja sæti, taka frá sæti, breyta uppröðun, breyta númeringu sæta, verði o.fl.

STJÓRNBORÐ

SagaPOS kerfið veitir söluaðila aðgang að stjórnborði þar sem hann getur fylgst með stöðu mála „í beinni útsendingu“ þar sem sölutölur, heimsóknartölur og ýmis tölfræði birtist í rauntíma. Söluaðili getur einnig stofnað sýningar, aðgangspassa, sýningarhús, sali og teiknað upp salina til að geta selt í einstök sæti

Á yfirlitssíðunni má sjá sölutölur sem uppfærast sjálfkrafa í viðmótinu um leið og sala á sér stað. Hér má meðal annars sjá:

  • Heildaryfirlit yfir sölu á ákveðnu tímabili
  • Fjölda heimsókna á síðuna
  • Hvaðan heimsóknir og sölur koma
  • Sölutölur fyrir hverja sýningu
  • Öfluga og sveigjanlega skýrslur
  • Sætanýtingu

ÚTLITSSTJÓRN

Hver söluaðili fær sína eigin síðu á vefsvæði SagaPOS sem hann getur bent viðskiptavinum sínum á og selt miða í gegnum. Svæðið virkar svipað og eigin vefsíða söluaðila þar sem hann getur stillt útlitið á svæðinu til að passa við sitt eigið þema, valið liti, bakgrunnsmyndir og kynningarefni.

Einnig fær hver viðburður síðu sem hægt er að hafa frekari upplýsingar á.

SKOÐA FLEIRI EIGINLEIKA

Ótakmarkað magn sýninga og viðburða

Ekkert þak er á fjölda sýninga eða viðburða sem skrá má í kerfið. Í stjórnborðinu er flipi þar sem hægt er að skrá inn mismunandi viðburði og raða þeim niður í flokka. Viðmótið er þægilegt og gert með það að markmiði að starfsmenn geti auðveldlega bætt við og breytt viðburðum.

Auðvelt kaupferli

Kaupferlið í SagaPOS er einstaklega auðvelt og þægilegt. Notendur safna miðum í körfu og geta þá keypt miða á mismunandi sýningar og jafnvel einhverjar vörur með og borga síðan fyrir allt í einu. Engrar sérstakrar skráningar er þörf en kerfið man þó eftir notanda þannig hann þarf ekki að slá inn allar upplýsingar um sig aftur þegar hann verslar næst heldur einungis korta- og öryggisnúmer.

Samfélagstengingar

Kaupendur geta á vefsvæði söluaðila deilt viðburðinum á samfélagsmiðlum, skrifað ummæli og sent viðburð á vini og kunningja. Einnig er á dagskrá að finna sæti við hliðina á vinum sínum með tengingu gegnum facebook.

Öruggar greiðslur

SagaPOS netgreiðslurnar eru öruggar og fara í gegnum vottað greiðslukerfi til að koma í veg fyrir að hægt sé að svindla á kerfinu. Allir miðar sem út úr kerfinu koma eru strikamerktir og númeraðir og eftir að miði hefur verið notaður er ekki hægt að nota hann aftur.

Greiðsluleiðir

SagaPOS tekur á móti öllum helstu greiðslukortum eins og er. Sumarið 2014 er á dagskrá að hægt verði að greiða með debetkortum á netinu og millifærslum.

Verðlagning SagaPOS kerfisins er einföld og samkeppnishæf. SagaPOS tekur 4.5% og kreditkortaþóknun miðast við 1.5%, afgangurinn fer beint til sölluaðila!

Söluaðili er ekki rukkaður um uppsetningargjald né þóknun fyrr en sala hefur farið fram og greiðsla hefur verið staðfest. Greiðslur til söluaðila geta átt sér stað allt að 5 dögum eftir að sala á sér stað.

Þóknun SagaPOS

4.5%

Kortaþóknun

1.5%

SagaPOS er öflugt og alíslenskt miðasölukerfi býður uppá heildstæða lausn fyrir allar tegundir viðburða hvort sem um er að ræða tónleika, leiksýningar, íþróttaleiki, böll, kvikmyndasýningar eða þorrablót.

Kerfið er með öflugri miðasölukerfum á Íslandi og býður ekki einungis uppá miðasölu á vefnum heldur einnig sölu á vörum og varngingi (ásamt miðum) í kassakerfi sem samtengt er vefsöluhlutanum. Með þessu getur SagaPOS veitt yfirgripsmikla þjónustu sem ætti að henta þörfum flestallra viðburðahaldara.

SagaPOS stendur ekki fyrir atburðum á eigin vegum heldur sér um miðasölu fyrir þriðja aðila. Allir viðburðir sem selt er inná í gegnum SagaPOS kerfið eru alfarið á ábyrgð viðburðahaldara.

SagaPOS
Strikamerki - Gagnastýring hf.
Hlíðarsmári 12
201 Kópavogi
S: 575 1900
F: 575 1901
sagapos@sagapos.is
Kennitala: 610599-2579
VSK númer: 62520
Afgreiðslutími: 09:00 - 17:00 alla virka daga

Okkar markmið er að gera miðasöluna þína auðveldari,skemmtilegri og afkastameiri

Skráðu þig núna og taktu þátt!